31 jan. 2009Búið er að draga í riðla fyrir Evrópukeppni yngri landsliða sem verða í sumar. Ísland sendir U-18 ára landslið karla til leiks. Ísland verður í riðli með Slóvakíu, Finnlandi, Svíþjóð og Póllandi. Keppnin fer fram í Sarajevo í Bosníu dagana 23. júlí - 2. ágúst. Þetta er á sama stað og U-16 ára landslið karla lék í fyrra. Hægt er að sjá aðra riðla [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]hér[slod-] Það verður fróðlegt að fylgjast með strákunum okkar í sumar en þessi hópur varð m.a. Norðurlandameistari í U-16 vorið 2007. Liðið tekur einnig þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð 20.-24. maí nk.