14 jan. 2009Enn eru örfá sæti laus á hið árlega Póstmót Breiðabliks sem haldið verður helgina 24. janúar - 25. janúar næstkomandi. Mótið hefur fest sig í sessi sem eitt af stærstu körfuboltamótum landsins fyrir yngstu iðkendurna en það er ætlað stelpum og strákum á aldrinum 6 - 11 ára. Leikið verður í sex aldursflokkum. Í 1. - 2. bekk er leikið 4 á móti 4 en í 3. - 6. bekk 5 á 5. Leikgleðin og ánægjan er í fyrirrúmi á Póstmótinu og fá allir þátttakendurnir skemmtilegan glaðning að móti loknu. Skráning er til 15. janúar á netfangið [p+].postmotid@breidablik.is[p-] postmotid@breidablik.is[slod-] Verð er 1.500 kr. á hvern keppanda. Allar nánari upplýsingar veitir Pétur Hrafn í síma 897 0714 og á netfanginu [p+]petur@getraunir.is[p-] petur@getraunir.is[slod-].