9 jan. 2009Actavismótið í Hafnarfirði verður haldið með pompi og prakt úm helgina á Ásvöllum fyrir leikmenn á aldrinum 6-11 ára. 85 lið eru skráð til keppni frá 13 félögum og leiknir verða um 130 leikir. 4 leikmenn eru inná í hverju liði sem ýtir undir að allir fái að vera með og fái meira út úr hverjum leik. Meðal þess sem verður gert fyrir utan að keppa þá verður samkeppni um skemmtilegustu liðsmyndina af hverju liði, frítt verður í sund í nýju innisundlaugina í Hafnarfirði, Ásvallalaug, sem er á móti íþróttahúsinu. Að auki fá allir þátttakendur verðlaun frá Actavis. Mótið hefur verið hið skemmtilegast undanfarin ár og mikil tilhlökkun hjá yngstu kynslóðinni. Við hvetjum alla til þess að koma á Ásvelli og sjá framtíðarstjörnur Íslands.