3 jan. 2009Kjör íþróttamanns ársins 2008 var kunngert í gær á Grand Hótel og var Jón Arnór Stefánsson á lista yfir þá 10 efstu. Jón Arnór endaði í 10. sæti og Helena Sverrisdóttir lenti í 11. sæti þriðja árið í röð. Körfuboltinn átti því 2 af þeim 11 efstu í kjörinu þetta árið sem verður að teljast ágætis árangur þótt við vildum auðvitað sjá okkar fólk hærra. Það var bróðir Jóns, Ólafur Stefánsson sem fékk fullt hús stiga í kjörinu og var þar með valinn íþróttamaður ársins í þriðja sinn. Heimasíðan óskar Jóni og Helenu og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Öllum öðrum íþróttamönnum sem fengu verðlaun í gær óskum við einnig til hamingju. Þeir sem fengu atkvæði í kjörinu voru: Ólafur Stefánsson, handknattleikur, 480 stig. Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleikur, 287 Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna, 210 Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur, 194 Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna, 124 Hermann Hreiðarsson, knattspyrna, 97 Katrín Jónsdóttir, knattspyrna, 61 Alexander Petersson, handknattleikur, 56 Þormóður Jónsson, júdó, 51 Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur, 39 Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur, 33 Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrna, 26 Dóra María Lárusdóttir, knattspyrna, 25 Bergur Ingi Pétursson, frjálsar íþróttir, 10 Grétar Rafn Steinsson, knattspyrna, 10 Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur, 10 Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna, 9 Viktor Kristmannsson, fimleikar, 7 Róbert Gunnarsson, handknattleikur, 6 Arnór Atlason, handknattleikur, 5 Ragna Ingólfsdóttir, badminton, 4 Örn Arnarson, sund, 4 Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar íþróttir, 2 Ólöf María Jónsdóttir, golf, 1 Eyþór Þrastarson, sund fatlaðra, 1