2 jan. 2009Gunnar Einarsson var valinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur árið 2008. Gunnar er vel að titlinum komin en hann varð Íslandsmeistari með Keflavík á síðustu leiktíð og var lykilmaðurinn í endurkomu liðsins í úrslitakeppninni. Þá var Gunnar einnig kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í fyrra. Gunnar lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik árið 1994 og hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Keflavík þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Í fyrra lék Gunnar sinn 700. leik með Íslandsmeisturunum og hefur sjaldan verið í betra formi. Gunni er lykilmaður í liði Keflavíkur í ár með 19. stig að meðaltali á leik.