29 des. 2008Haukur Helgi Pálsson hefur eytt síðustu dögum á Ítalíu en eins og áður hefur komið fram var honum boðið að leika með Stella Azzurra í Meistaradeild Evrópu yngri liða á milli Jóla og Nýárs. Stella Azzurra endaði í 5. sæti á mótinu en liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur. Haukur var í byrjunarliðinu alla leikina og stóð sig með mikilli prýði. Í leiknum um 5. sætið sigraði Stella slóvenska liðið Union Olimpija [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame?gamecode=34&seasoncode=JT08[v-]89:75[slod-] og var Haukur með hæsta framlag síns liðs í leiknum. Viðtal við kappann er að finna á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=7982&Itemid=1[v-]karfan.is[slod-] [v+]http://www.euroleague.net/events/nijt/rome[v-]Hér[slod-] er hægt að lesa allt um mótið og skoða tölfræði leikjanna.