22 des. 2008Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum á dögunum að gefa aðildarfélögunum sínum minnibolta til að kynna körfuboltann í skólum bæjanna. Í þessari lotu eru það 500 boltar sem dreifast á aðildarfélögin. Mörg félög hafa verið að fara í skólana til að kynna starfið innan deildanna og því er það kjörið tækifæri að gefa bekkjardeildum í skólunum bolta í leiðinni sem hvatningu. Félögin hafa tekið þessu fagnandi og eru mörg þeirra þegar farin af stað en önnur fara eftir áramótin í sínar kynningar. [v+]http://www.hlidaskoli.is/Frettir/[v-]Hér[slod-] er hægt að sjá þegar Rob Hodgson þjálfari Vals fór í heimsókn í Hlíðaskóla til að kynna starf Vals og til að gefa bolta.