19 des. 2008Dusko Vujosevic er þjálfari Partizan frá Belgrade og er hann sumum íslendingum kunnugur en hann þjálfaði landslið Svartfjallalands sem kom til Íslands í september sl. Hann er sagður harður í horn að taka og fer alla leið til að hafa áhrif á allt og alla í kringum sig. Áhorfendur í Laugardalshöllinni fengu sýnishorn af því þegar Dusko þrammaði fram og til baka og lét leikmenn sína, dómara og eftirlitsmann leiksins finna fyrir því. Dusko er mjög virtur þjálfari í Evrópu og telst til stóru nafnanna. Hann er þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og hann stýrir liði sem býr til leikmenn fyrir mörg stórliðanna í Evrópu. Á heimasíðu Meistaradeildar Evrópu gefst áhugasömum að spyrja ýmist þjálfara eða leikmenn um hitt og þetta og Dusko sat fyrir svörum á dögunum. [v+]http://www.euroleague.net/features/fanmail/euroleague-2008-09/i/40603/2634[v-]Hér[slod-] er hægt að lesa spurningar frá aðdáendum og svör Dusko.