13 des. 2008Það voru þrír keppendur sem sýndu listir sýnar í troðslukeppninni að þessu sinni en þeir Jerry Cheves, Hetti, Sveinn Davíðsson, Skallagrím, og Jason Dourisseau frá KR. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að allir keppendur fengu 45 sekúndur til þess að troða eins og þeir vildu. Besta troðslan taldi og fóru tveir í úrslit. Að lokinni forkeppni fóru þeir Jason Dourisseau og Jerry Cheves og kepptu til úrslita. Þriggja-manna dómnefnd sá um að dæma en þeir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U-18 karla, Sigurður Ingimundarson, þjálfari A-liðs karla, og LaKiste Barkus, leikmaður Hamars og besti leikmaður Stjörnuleiks kvenna 2008 voru í dómnefnd. Í úrslitum fékk hver keppandi tvær tilraunir og besta troðslan skar úr um sigurvegara. Jerry Cheves byrjaði og fékk 11 stig sem þýddi að Jason þurfti að fá 12 eða meira. Honum tókst það með glæsilegri troðslu og fékk 13 stig og er troðslumeistarinn að þessu sinni. Forkeppni: Jason Dourisseau 13 stig Jerry Cheves 12 stig Sveinn Davíðsson 10 stig Úrslit: Jason Dourisseau 13 stig Jerry Cheves 11 stig