13 des. 2008Í hálfleik á Stjörnuleik kvenna fór fram þriggja-stiga keppni kvenna. Þar voru samankomnir einhverjar bestu skotmenn Íslands frá upphafi ásamt nokkrum upprennandi þriggja-stiga skyttum. Keppnin var hörð og þurfti bráðabana til að skera úr um hver stæði uppi sem sigurvegari. Af 11 keppendum fóru fimm þeirra í úrslit og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Efemía Sigurbjörnsdóttir áttust við í bráðabana þar sem Pálína reyndist sterkari og hafði betur. Fékk hún 11 stig á meðan Efemía fékk 9. Forkeppni: Slavica Dimovska 13 stig Sigrún Skarphéðinsdóttir 12 stig Petrúnella Skúladóttir 12 stig Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig Efemía Sigurbjörnsdóttir 11 stig Svava Stefánsdóttir 8 stig Kristrún Sigurjónsdóttir 8 stig Björg Hafsteinsdóttir 7 stig Ingibjörg Vilbergsdóttir 7 stig Sandra Guðlaugsdóttir 2 stig Kristín Blöndal 0 stig Úrslit Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig Efemía Sigurbjörnsdóttir 11 stig Slavica Dimovska 9 stig Petrúnella Skúladóttir 9 stig Sigrún Skarphéðinsdóttir 6 stig Bráðabani Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig Efemía Sigurbjörnsdóttir 9 stig