8 des. 2008Í tengslum við Stjörnuleikina verður eitt og annað í gangi og 3 stiga skotkeppnir hjá körlum og konum eru þar á meðal. Í ár verður sú breyting á að sumar af bestu 3 stiga skyttum sögunnar munu taka þátt og etja þar með kappi við þá bestu í dag. Eftirtaldar 3 stiga skyttur hafa boðað komu sína í karlakeppnina: Guðjón Skúlason Teitur Örlygsson Kristinn Friðriksson Valur Ingimundarson Marel Guðlaugsson Jón Arnar Ingvarsson Herbert Arnarson Falur Harðarson Af þeim leikmönnum sem eru ekki að spila í dag skipa þessir kappar efstu sætin í flestum skoruðum 3 stiga körfum frá upphafi. Pálmar Sigurðsson mætir til leiks ef hann verður á landinu. Þeir sem hafa skorað flestar 3 stiga körfur í ár og fá þann heiður að etja kappi við stjörnurnar eru: Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Jakob Örn Sigurðarson, KR Vésteinn Sveinsson, FSu Gunnar Einarsson, Keflavík Logi Gunnarsson, Njarðvík Nemanja Sovic, Breiðablik Jón Arnór Stefánsson, KR Tyler Dunaway, FSu Það má ljóst vera að 3 stiga keppnin í ár verður sú besta frá upphafi og enginn má láta framhjá sér fara. Sjón eru sögu ríkari.