28 nóv. 2008Í kvöld fóru fram 4 leikir í 1. deildinni og þar bar hæðst toppslagur Hamars og Hauka í Hveragerði. Þar unnu heimamenn sigur 78-74 og eru því taplausir á toppnum. KFÍ gerði góða ferð í bæinn og sigraði Ármenninga í Laugardalshöllinni 62-77. Þór Þorlákshöfn vann Hrunamenn á heimavelli í Þorlákshöfn 97-83. Að lokum unnu Fjölnismenn góðan sigur á Val að Hlíðarenda eftir að hafa verið 15 stigum undir í 4. leikhluta. Tölfræði úr leikjunum má sjá á [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0xOCZvX2xlYWc9Mw==? [v-]kki.is/live[slod-].