21 nóv. 2008Í dag kl 17.00 hefst dómaranámskeið í Reykjanesbæ og er ennþá hægt að skrá sig fyrir þá sem hafa áhuga á að ná sér í réttindi. Bóklegi hlutinn fer fram í Njarðvíkurskóla í dag og stendur eitthvað fram á kvöldið. Á morgun verður svo bóklegi hlutinn kláraður og eftir hádegi yrði verklegi þátturinn prófaður á Minniboltamóti 11 ára drengja sem fer fram í íþróttahúsi Keflavíkur. Þeir sem vilja skrá sig geta sent tölvupóst á [p+]kki@kki.is[p-] kki@kki.is[slod-] fyrir hádegi en vegna breytinga á tölvukerfi íþróttamiðstöðvarinnar er best að þeir sem skrái sig eftir hádegi hringi til öryggis. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlaus og við hvetjum þá sem hafa áhuga á að gerast dómarar til að fjölmenna.