19 nóv. 2008Þrír leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express-deild kvenna en heimaliðin unnu öll leiki sína í kvöld. Haukar sigrðuðu Hamar að Ásvöllum og tylltu sér á toppinn í deildinni með þriggja stiga sigri [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yMSZvX2xlYWc9MSZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0zNzM= [v-]76:73[slod-]. Slavica Dimovska setti niður 38 stig fyrir utan magnaða flautukörfu langt utan að velli sem tryggði Haukastúlkum sigur. Nýliðar Snæfells unnu sinn fyrsta sigur í deildinni með sigri á Grindavík [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yMSZvX2xlYWc9MSZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0zNzU= [v-]85:71[slod-] þar sem Detra Ashley fór á kostum og skoraði 27 stig og tók 22 fráköst Keflavík vann síðan Val með 22 stigum í Keflavík [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yMSZvX2xlYWc9MSZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0zNzQ= [v-]91:69[slod-]. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 24 stig en hún gaf einnig 9 stoðsendingar og nýtti öll 8 vítin sín. Hægt er að smella á úrslitin til að skoða nánar tölfræði leikjanna.