14 nóv. 2008Körfuknattleikssambönd á Norðurlöndum hittast árlega og í ár er komið að KKÍ að halda fundinn. Almennt samstarf þjóðanna er rætt, m.a. framkvæmdir á Norðurlandamótum yngri og eldri landsliða. Í ár verður m.a. farið í gegnum keppnisfyrirkomulag í Evrópukeppnum A-landsliðanna en það er mikill samhugur á meðal allra Norðurlandanna og fleiri þjóða að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Fulltrúar Íslands á fundinum verða Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ.