23 okt. 2008Í dag, 23. október, eru nákvæmlega 20 ár síðan Kristinn Óskarsson dómari, dæmdi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla. Fyrsti leikurinn sem hann dæmdi var viðureign Njarðvíkur og Tindastóls. Leiknum lauk með sigri Njarðvíkur 99-63 en meðdómari Kristins í leiknum var Jón Otti Ólafsson. Í kvöld mun Kristinn síðan dæma leik Stjörnunnar og Njarðvíkur ásamt Einari Þór Skarphéðinssyni, öðrum "gömlum refi" en leikið eru í Ásgarði, Garðabæ og hefst leikurinn kl 19.15. KKÍ þakkar Kristni kærlega fyrir vel unnin störf í þágu körfuboltans í gegnum árin og óskum honum góðs gengis á komandi árum.