7 okt. 2008Í dag var dregið í forkeppni að 16-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka. Forkeppni þarf að leika í 9. og 10. flokki karla. Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna og mfl. kk. hjá Hamri aðstoðaði við að draga ásamt Kristni G. Pálssyni íþróttafulltrúa KKÍ. Mjög góð skráning var í bikarkeppnina en alls skráðu 23 félög lið til keppni í bikarkeppninni í vetur. Að auki eru 11 B-lið skráð til leiks að þessu sinni. Forkeppnin verður leikin dagan 23. október til 30. október en 16-liða úrslit hefjast 20. nóvember. Forkeppni: 10. flokkur karla Breiðablik-A - Keflavík-A Haukar - Fjölnir-B UMFN - Sindri ÍR - Fjölnir-A FSu - UMFH Breiðablik - B-Hamar 9. flokkur karla Valur - UMFN FSu - Keflavík-B Keflavík-A - Kormákur Breiðablik-A - KR UMFG - Fjölnir-A Sigurvegarar úr þessum viðureignum komast áfram og leika í 16-liða úrslitum sem verða leikin í enda nóvember.