13 sep. 2008Íslenska liðið var að ljúka æfingu í höllinni sem leikurinn gegn Hollandi fer fram í. Leikurinn fer fram í nýrri glæsilegri höll í Almere sem er í úthverfi Amstardam og hefst hann klukkan 17:30 að íslenskum tíma. Hópurinn er klár í slaginn en gerir sér grein fyrir að um erfitt verkefni er að ræða. Liðin í riðlinum eru jöfn og má búast við að þau vinni hvert annað á víxl. Það er lykilatriði að halda velli á heimavelli og ná svo að stela einhverjum á útivöllunum. Hollendingar töpuðu gegn Svartfjallalandi á heimavelli fyrir viku síðan og því er talsverð pressa á þeim. Hægt verður að fylgjast með leiknum [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.roundID_6327.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.html[v-]hér[slod-]