10 sep. 2008Jón Arnór Stefánsson spilar í kvöld sinn fyrsta heimaleik í tvö ár eða síðan að hann meiddist eftir aðeins nokkrar mínútur á móti Lúxemborg í Keflavík 13. september 2006. Jón Arnór tók ekki þátt í leikjum landsliðsins í fyrra, var upptekin með Roma í úrslitakeppninni þegar liðið var Smáþjóðaleikana í upphafi sumars og fékk síðan að leyfi til þess að einbeita sér að undirbúningstímabilinu með Roma þegar leikirnir í Evrópukeppninni fóru fram síðasta haust. Jón Arnór hefur þegar leikið tvo landsleiki á þessu ári auk eins leiks á móti háskólaliði. Allir þessir leikir voru á æfingamótinu á Írlandi á dögunum. Þar skoraði Jón Arnór 11 stig og gaf 5 stoðsendingar á 23 mínútum í tapleik á móti Póllandi en fann sig síðan ekki eins vel í sigurleik á móti Írum þar sem hann var aðeins með fimm stig og 1 stoðsendingu á 32 mínútum. Leikurinn í kvöld verður fimmtándi landsleikur Jóns Arnórs á heimavelli þar af sá sjötti í Laugardalshöllinni. Aðeins fjórir af þessum fimmtán heimaleikjum Jóns Arnórs hafa komið á síðustu sjö árum.Jón Arnór á líka enn eftir að fagna sigurleik með landsliðinu í Höllinni en hann kemur vonandi á móti Dönum í kvöld. Jón Arnór hefur skorað 10,1 stig að meðaltali í þessum fjórtán heimaleikjum þar af 11,8 stig að meðaltali í fimm leikjum í Laugardalshöllinni. Jón Arnór hefur alls leikið 42 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið og hann hefur skorað í þeim 492 stig eða 11,7 stig að meðaltali. Það er aðeins einn núverandi leikmanna landsliðsins sem hefur skorað fleiri stig að meðaltali í sínum landsleikjum en Logi hefur skorað 13,0 stig að meðaltali í sínum 63 landsleikjum. Heimaleikir Jóns Arnórs fyrir íslenska landsliðið: 1.8.2000, Keflavík - Noregur (sigur) 9 stig 2.8.2000, Keflavík - Svíþjóð (tap) 17 stig 4.8.2000, Keflavík - Danmörk (sigur) 9 stig 5.8.2000, Keflavík - Finnland (tap) 8 stig 22.11.2000, Laugardalshöll - Úkraína (tap) 13 stig 29.11.2000, Laugardalshöll - Slóvenía (tap) 14 stig 24.1.2001, Laugardalshöll - Makedónía (tap) 11 stig 22.8.2001, Laugardalshöll - Finnland (tap) 12 stig 29.8.2001, Njarðvík - Sviss (tap) 6 stig 1.9.2001, Njarðvík - Írland (tap) 9 stig 19.9.2004, Keflavík - Rúmenía (sigur) 13 stig 3.9.2005, Keflavík - Danmörk (tap) 5 stig 6.9.2006, Laugardalshöll - Finnland (tap) 9 stig 13.9.2006, Keflavík - Lúxemborg (sigur) 6 stig Landsliðsferill Jóns Arnórs 2000-2008: 2000 7 leikir - 76 stig (10,9 í leik) 2001 12 leikir - 137 stig (11,4 í leik) 2002 7 leikir - 87 stig (12,4 í leik) 2004 2 leikir - 26 stig (13,0 í leik) 2005 5 leikir - 65 stig (13,0 í leik) 2006 7 leikir - 85 stig (12,1 í leik) 2008 2 leikir - 16 stig (8,0 í leik) Landsleikir Jóns Arnórs fyrir ákveðin félög: KR 21 leikir - 229 stig (10,9 í leik) Trier 7 leikir - 87 stig (12,4 í leik) Pamesa Valencia 7 leikir - 85 stig (12,1 í leik) Pompea Napoli 5 leikir - 65 stig (13,0 í leik) Dynamo St. Petersburg 2 leikir - 26 stig (13,0 í leik)