27 ágú. 2008Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld það svissneska á Ásvöllum 68-53. Stelpurnar okkar skoruðu fyrstu körfuna en Sviss komst yfir með þriggjastiga körfu. Eftir það náði íslenska liðið forystunni og lét hana ekki af hendi. Þær svissnesku jöfnuðu leikinn tvisvar en í stöðunni 26-26 í fyrri hálfleik small vörnin hjá íslenska liðinu og litu aldrei til baka eftir það. Helena Sverrisdóttir átti fínan leik og var með tvöfalda tvennu, 25 stig, 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að auki. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 14 stig, þar af 12 úr þriggja stiga skotum en hún var með 4/5 í þristum. Signý Hermannsdóttir var drjúg í vörninni og tók 8 fráköst og varði ein 4 skot. Næsti leikur hjá stelpunum verður gegn Hollandi þann 30. ágúst úti en hollenska liðið lagði í kvöld það slóvenska í Slóveníu og því verður um hörku leik að ræða. Nánari tölfræði má sjá [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.gameID_6343-A-3-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.roundID_6340.teamID_.html#{1069DEBF-F6B0-48E8-9680-5C0DE029CF6B} [v-]hérna[slod-].