24 ágú. 2008Íslenska U-16 ára landsliðið leikur sinn 9. leik og jafnframt sinn síðasta í B-deild Evrópukeppninnar í dag gegn Austurríkismönnum. Það er óhætt að segja að það sé mikið álag á þau 23 lið sem eru hér á mótinu, en þau spila 9 leiki á 10 dögum. Í dag er komið að síðasta leiknum hjá liðunum en þá verður spilað um sæti. Ísland leikur gegn Austurríkismönnum um 13. sætið og hefst leikurinn klukkan 12:45 að íslenskum tíma. Liðin mættust í riðlakeppninni og hafði þá Ísland betur [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&pageID={783ED8F9-8DE4-416C-AD31-AE326C48A984}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=5963&teamID=300&gameID=6102-B-6-2&[v-]69:58[slod-] Þýskaland og Svartfjallaland leika til úrslita á mótinu en Svartfjallendingar voru einmitt með Íslandi í riðli. [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp[v-]Allt um mótið[slod-]