23 ágú. 2008Íslenska U-16 ár landsliðið leikur gegn Portúgal í dag klukkan 11:45 að íslenskum tíma. Sigurliðið úr þessum leik mun leika gegn sigurliði úr viðureign Austurríki og Makdedóníu um 13. sætið á mótinu. Tapliðin úr þessum leikjum mætast í leik um 15. sætið. Eins og áður hefur komið fram eru 23 þjóðir í B-deild Evrópukeppninnar og margar stórþjóðir þar á meðal. Það sýnir þá miklu breidd sem er í Evrópukörfuboltanum að þjóðir eins og Þýskaland, Búlgaría, Slóvenía, Svartfjallaland, Bosnia, Eistland og nokkrar til viðbótar eru í B-deildinni. Í A-deildinni eru 16 þjóðir og það er hægt að fylgjast með gangi mála í A-deildinni [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/en/[v-]hér[slod-] en mótið er í gangi á sama tíma og B-deildin. Björn Ingvi Björnsson Tyler sem er til vinstri á myndinni með Styrmi Fjeldsteð lék sinn fyrsta landsleik gegn Bosníu sl. föstudag en hann kom inn í hópinn eftir Norðurlandamótið. Óskum honum til hamingju með sína fyrstu landsleiki.