23 ágú. 2008U-16 ára landsliðið var rétt í þessu að vinna Portúgal sem tryggir liðinu leik um 13. sætið á morgun. Íslenska liðið náði strax undirtökunum í leiknum og vannst fyrsti leikhluti 18:5. Portúgölsku strákarnir virkuðu mjög stressaðir og gerðu mikið af mistökum gegn pressuvörn Íslands. 2. leikhluti vannst 18:12 og því var staðan 36:17 í hálfleik. Það var einbeitingarlaust íslenskt lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik þar sem leikmenn gerðu sig seka um slæmar ákvörðunartökur og annað í þeim dúr. Það er mannlegt að þegar hlutir virka eins auðveldir og þeir voru í fyrri hálfleik að þá er hættan á því að einbeiting fari og sú varð raunin í 3. leikhluta sem Portúgal vann 21:28 Portúgal öðlaðist meira sjálfstraust og náði að minnka muninn mest í 4 stig og því komin spenna í leikinn. Íslensku strákarnir vöknuðu hins vegar sem betur fer og náðu að ljúka leiknum af krafti og nokkuð öruggur sigur 72:59 staðreynd. Næsti leikur verður á morgun og það verður gegn sigurvegurum úr leik Austurríkis og Makedóníu sem er að hefjast í þessum skrifuðu orðum. Leikurinn hefst klukkan 12:45 að íslenskum tíma.