20 ágú. 2008Ísland verður í milliriðli með Eistlandi, Belgíu og Austurríki og eins og belgar þá tekur íslenska liðið 1 sigur með sér. Liðin sem enduðu í 3. og 4. sæti í A og B riðlum eru saman í milliriðli sem kallast nú G riðill. Á morgun ( fimmtudag ) klukkan 14:00 að íslenskum tíma leikur Ísland við Eistland. Hægt er að sjá úrslit úr leikjum eistneska liðsins ásamt öðrum upplýsingum [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&teamID=2133&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=6103&[v-]hér[slod-] Á föstudag leikur liðið svo gegn Belgíu og hefst sá leikur klukkan 11:45 að íslenskum tíma. Hægt er sð sjá úrslit úr leikjum belgíska liðsins ásamt öðrum upplýsingum [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&teamID=245&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=5963&[v-]hér[slod-] Það var frídagur í dag og því var farið í skoðunarferð í miðbæ Sarajevo. Ekki leist hópnum vel á fararskjótann sem var forláta sporvagn sem var aðeins farinn að láta á sjá. Heimamaðurinn sem fylgir liðinu út um allt sagði mönnum hins vegar að það væri ekkert að óttast, sporvagninn væri í fínu formi og myndi skila okkur í bæinn og heim á hótel aftur. Það stóðst allt saman. Hópurinn sendir bestu kveðjur heim.