19 ágú. 2008Síðasti leikur U-16 ára landsliðsins í riðlakeppninni verður í kvöld þegar liðið leikur gegn Dönum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Danska liðið vann sinn fyrsta sigur á mótinu í gær þegar það vann Holland nokkuð örugglega [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&pageID={783ED8F9-8DE4-416C-AD31-AE326C48A984}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=6102&teamID=&gameID=6102-B-12-4&[v-]84:67[slod-] Leikirnir í dag skipta miklu máli um það hvaða lið komast í að spila um sæti 9 - 16. Ísland verður að vinna Danmörk í kvöld til að vera alveg öruggt með 3. eða 4. sætið. Bosnía og Svartfjallaland hafa tryggt sér tvö efstu sætin og þar með leika þau um 1. - 8. sætið á mótinu. Allar upplýsingar um riðil íslenska liðsins og aðra á mótinu má finna [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp[v-]hér[slod-]