17 ágú. 2008Ísland lék við Holland í dag og tapaðist leikurinn með 3 stigum eftir jafnan leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum. Ísland hafði betur eftir fyrsta leikhluta 22:15 og var að leika ágætlega. Hollendingar komu vel stemmdir í 2. leikhluta og náðu að minnka muninn jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 35:34 Íslandi í vil. Þess má geta að Haukur Pálsson lék einungis 8 mínútur í fyrri hálfleik þar sem hann var með 3 villur. 3. leikhluti var mjög jafn og þegar upp var staðið munaði tveimur stigum á liðunum 47:45 Íslandi í vil. 4. leikhluti var mjög spennandi og gætti nokkurs taugatitrings hjá báðum liðum þar sem opin skot voru ekki að detta og liðin að tapa boltanum á víxl. Holland var með 58:61 forystu þegar Ísland fór í síðustu sóknina. Þá voru 15 sekúndur eftir og því var sett upp að fá opið 3 stiga skot. Eftir tvö innköst undir körfu hollenska liðsins fengu íslensku strákarnir 3 galopin skot sem duttu ekki niður að þessu sinni og 3 stiga tap [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&pageID={783ED8F9-8DE4-416C-AD31-AE326C48A984}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=6102&teamID=&gameID=6102-B-8-3&[v-]58:61[slod-] staðreynd. Mínútur eru ekki rétt skráðar í tölfræðinni. Liðið leikur gegn Svartfjallalandi á morgun og síðasti leikurinn í riðlinum verður á þriðjudag þegar liðið leikur gegn Dönum. Fyrirkomulagið er þannig að til að komast í að spila um sæti 1-8 í B-deild Evrópukeppninnar verður liðið að lenda í öðru tveggja efstu sætanna í riðlinum. 3. og 4. sætið gefur réttindi að leika um sæti 9-16 og eins og staðan er núna þá hefur íslenska liðið betur innbyrðis gegn Hollandi og Austurríki.