16 ágú. 2008Góður sigur vannst á Austurríki í dag og var allt annað að sjá liðið en í gær. Strákunum leið betur í dag og spiluðu af miklum krafti. Liðin skiptust á körfum í upphafi leiks en góður 13:0 leikkafli íslenska liðsins skilaði 24:13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Austurríki var ekki á því að gefast upp og með miklum spretti náðu þeir að komast 3 stigum yfir en strákarnir sýndu styrk og svöruðu hressilega og höfðu 10 stiga forystu í hálfleik 43:33. Austurríki byrjaði seinni hálfleikinn betur og unnu 3. leikhlutann 14:12 og staðan þá 55:47. Lengra komst Austurríki ekki og náðist á tímabili 18 stiga forysta okkar drengja. Lokatölur urðu [v+]http://www.fibaeurope-u16men.com/enDivB/default.asp?cid={4928AAE3-648D-4236-8962-7213309309EC}&pageID={783ED8F9-8DE4-416C-AD31-AE326C48A984}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2008&roundID=6102&teamID=&gameID=6102-B-6-2&[v-]69:58[slod-] Einar Árni þjálfari ákvað að láta liðið spila 2-3 svæðisvörn frá byrjun og gafst það mjög vel, strákarnir voru duglegir að loka svæðum og var vinnslan í liðinu mjög góð. Allir leikmenn lögðu mikið á sig og þeir leikmenn sem spiluðu minna eiga heiður skilinn fyrir hvatningu á liðsfélaga sína. Það er ekki sjálfgefið að leikmenn sem sitja utan vallar hvetji með þessum hætti. Svona liðsandi er gulls ígildi.