8 ágú. 2008Hraðmót Vals 2008 verður haldið dagana 5. til 6. september næstkomandi. Mótið verður haldið að venju á heimavelli Valsmanna að Hlíðarenda í Vodafonehöllinni. Stjarnan sigraði á mótinu í fyrra eftir úrslitaleik gegn Þór, Akureyri, 62-56. Nánari niðurröðun mótsins verður send út 7-10 dögum fyrir mót til þjálfara eða forsvarsmanna liðana. Opið er fyrir skráningu í mótið og skulu þátttökutilkynningar berast til: Rögnvalds Hreiðarssonar í vs: 568-8580 / gsm: 897-1064 eða Harðar Gunnarssonar í gsm: 898-0969.