7 ágú. 2008Annar leikur íslenska liðsins á Norðurlandamótinu er á móti Norðmönnum klukkan 16.45 í dag að íslenskum tíma. Norðmenn unnu báða leiki þjóðanna í síðustu Evrópukeppni, fyrri leikinn með 22 stigum í Keflavík og þann seinni með 17 stigum í Osló. Ágúst Björgvinsson telur að íslenska liðið sé á leiðinni í jafnan og spennandi leik á móti Noregi í dag. "Nú er framundan mjög stór leikur á móti Norðmönnum. Við höfum ekki náð nægilega góðum úrslitum á móti Noregi undanfarin ár en við teljum okkur ekki vera lakari en Noregur. Það hefur farið illa í síðustu tvö skipti sem við höfum spilað við Noreg en núna þurfa stelpurnar bara að mæta tilbúnar og leggja allt í sölurnar," segir Ágúst og hann hefur ekki áhyggjur af því að tapið gegn Svíum sitji í íslenska liðinu á morgun. "Ég held að þessar stelpur séu það miklir keppnismenn enda vita þær það að það þýðir ekkert í svona mótum og dvelja eitthvað lengi við einn leik. Nú er bara að einbeita sér að næsta leik á morgun," sagði Ágúst að lokum. Það verður hægt að horfa á leiki íslenska liðsins í gegnum netið. Netútsendingin er send í gegnum heimasíðu mótsins en hana má finna [v+]http://live.sisu.dk/[v-]hér[slod-] frá klukkan 16.45 í dag.. Tölfræði leiksins verður einnig lifandi á netinu og hún verður send út [v+]http://http://www.fibalivestats.com/matches/32/00/06/59/43uGcEh2YXY/[v-]hér[slod-] á meðan leiknum stendur í dag. Danirnir hafa útbúið flotta heimasíðu um mótið þar sem finna má allar helstu upplýsingar. Þar má finna fréttir og myndir af mótinu, leikjadagskrá og tölfræði. Heimasíða mótsins má finna [v+]http://www.landshold.basket.dk/Nordic%20Championship%202008.aspx[v-]hér[slod-].