5 ágú. 2008Danska körfuboltalandsliðið hefur lagt mikið í framkvæmd Norðurlandamóts kvenna í Gentofte og allt skipulag á mótinu er til mikillar fyrirmyndar. Frábær framkvæmd danska sambandsins nær einnig út fyrir landsteinanna því körfuboltaáhugafólk heima á Íslandi fær tækifæri til að fylgjast með gangi mála í Gentofte. Það verður nefnilega hægt að horfa á alla leiki íslenska kvennalandsliðsins á Norðurlandamótinu í Gentofte auk þess að fylgjast vel með lifandi tölfræði í leiknum. Íslensku stelpurnar tóku þátt í opnunarhátíð mótsins í kvöld en þá gengu öll fimm liðin inn á keppnisvöllinn í einni röð en mótið var sett á milli leikjanna tveggja sem fóru fram í gær. Í báðum leikjum urðu frekar óvænt úrslit því Norðmenn unnu Finna 66-60 og Danir skelltu Svíum 65-64. Þetta var fyrsti sigur norska kvennalandsliðsins á því finnska í 27 ár eða síðan árið 1981. Það verður hægt að horfa á leiki íslenska liðsins í gegnum netið en Ísland mætir Svíþjóð klukkan 14.30 að íslenskum tíma á morgun. Netútsendingin er send í gegnum heimasíðu mótsins en hana má finna [v+]http://live.sisu.dk/[v-]hér[slod-] frá klukkan 14.30 á morgun. Tölfræði leiksins verður einnig lifandi á netinu og hún verður send út [v+]http://www.fibalivestats.com/matches/32/00/06/56/51YnbFhtIo5wc/[v-]hér[slod-] á meðan leiknum stendur á morgun. Danirnir hafa útbúið flotta heimasíðu um mótið þar sem finna má allar helstu upplýsingar. Þar má finna fréttir og myndir af mótinu, leikjadagskrá og tölfræði. Heimasíða mótsins má finna [v+]http://www.landshold.basket.dk/Nordic%20Championship%202008.aspx[v-]hér[slod-].