4 ágú. 2008Ágúst Björgvinsson mun stjórna íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn þegar íslenska liðið mætir Svíum í fyrsta leik sínum, á Norðurlandamótinu í Gentofte, á miðvikudaginn. Stelpurnar í liðinu eru þó ekki að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Ágúst því tíu af tólf leikmönnum liðsins hafa spilað fyrir hann í yngri landsliðunum. Helena Sverrisdóttir hefur spilað flesta leiki fyrir Ágúst eða sautján og þær María Ben Erlingsdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eru báðar búnar að náð því að spila 13 landsleiki fyrir hann með yngri landsliðunum. Það eru einungis reynsluboltar liðsins, Hildur Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir, sem hafa ekki spilað fyrir Ágúst í yngri landsliðunum en þær eru líka einu leikmenn liðsins sem eru eldri en 23 ára. Ágúst hefur alls stjórnað íslenskum unglingalandsliðum í 31 leik frá því að hann þjálfaði fyrst 18 ára landsliðið kvenna vorið 2003. Í því liði voru þrír leikmenn A-landsliðsins í dag eða þær Kristrún Sigurjónsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir. Leikir með yngri landsliðum undir stjórn Ágústs Björgvinssonar: Helena Sverrisdóttir 17 (8 sem fyrirliði) María Ben Erlingsdóttir 13 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13 Pálína Gunnlaugsdóttir 9 (5 sem fyrirliði) Ingibjörg Jakobsdóttir 9 Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9 Kristrún Sigurjónsdóttir 8 Petrúnella Skúladóttir 8 Margrét Kara Sturludóttir 5 Jovana Lilja Stefánsdóttir 4 Hildur Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir munu spila sinn fyrsta leik fyrir Ágúst gegn Svíum á miðvikudaginn.