19 júl. 2008Íslenska liðið fór í gegnum C-deildina með því að vinna alla leikina og nú rétt í þessu bar það sigurorð á Albaníu í úrslitaleik. Stelpurnar náðu strax undirtökunum og ætluðu ekki að falla í þá gryfju að vanmeta Albaníu en liðið mættust í riðlakeppninni þar sem okkar stelpur höfðu betur. Í hálfleik var staðan 39:23 okkar stelpum í vil. Í seinni hálfleik dró enn meira í sundur með liðunum og þegar upp var staðið hafði íslenska liðið gersigrað þær albönsku [v+]http://www.fibaeurope-u16women.com/enDivC/Default.asp?cid={8FFC182B-07CA-46F4-BA49-CBDBF03E295C}&gameID=6308-13-A-1&compID={011A4DA2-6039-4C1F-9FBD-FF6C8BB3561E}&season=2008&roundID=6290&teamID=&[v-]74:41[slod-] Guðbjörg Sverrisdóttir átti skínandi leik en hún skoraði 15 stig, tók 16 fráköst, var með 8 stolna bolta og gaf 2 stoðsendingar. Ína María Einarsdóttir var stigahæst með 16 stig og tók 6 fráköst. Annars var allt liðið að leika vel og liðsheildin var sterk. Við óskum hópnum til hamingju með sigurinn.