30 jún. 2008Eins og komið hefur fram mun íslenska karlalandsliðið halda til Litháen 11. júlí þar sem liðið mun æfa og leika 2 leiki við landslið heimamanna sem er að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana. Áhugasamir geta lesið um eitt og annað um körfuboltasögu Litháen á [v+]http://en.wikipedia.org/wiki/Lithuania_national_basketball_team[v-]alfræðivefnum Wikipedia[slod-]. Þarna er hægt að lesa um árangur þeirra í stórkeppnum síðustu ára sem og um helstu leikmenn landsliðsins fyrr og síðar. Körfubolti er íþrótt númer 1 í Litháen og er alltaf mikil stemning í kringum landsliðið þeirra. Það er búist við miklum fjölda á leikjunum gegn Íslandi.