27 jún. 2008A-landslið karla heldur til Litháen 11. júlí til að æfa og leika tvo leiki gegn liði Litháa sem er að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Litháar munu skarta sínu sterkasta liði að undanskildum Zydrunas Ilgauskas leikmanni Cleveland Cavaliers sem er meiddur. Leikirnir verða annars vegar 13. júlí í Kaunas og hins vegar 15. júlí í Vilnius. Ásamt þessum tveimur leikjum mun íslenska liðið æfa við bestu aðstæður. Þessi ferð er liður í frekara samstarfi á milli landanna en Litháar hafa lýst yfir áhuga á því að aðstoða íslenskan körfubolta með ýmsum hætti í framtíðinni. Íslenska liðið sem fer til Litháen verður valið eftir æfingabúðir í Stykkishólmi aðra helgi.