24 jún. 2008Rob Hodgson þjálfari U16 kvenna hefur valið lokahóp sinn fyrir C keppni EM í Mónakó en mótið fer fram dagana 14. til 19. júlí nk. Ísland leikur í riðli með Albaníu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru Skotar, Möltumenn og heimamenn í Mónakó. Þeir 12 leikmenn sem Rob valdi að þessu sinni eru; Bergdís Ragnarsdóttir, miðherji, Fjölnir Berglind Gunnarsdóttir, bakvörður, Snæfell Dagmar Traustadóttir, bakvörður, Njarðvík Elma Jóhannsdóttir, framherji, KR Guðbjörg Sverrisdóttir, bakvörður, Haukar Heiða Björg Valdimarsdóttir, framherji, Njarðvík Heiðrún Kristmundsdóttir, bakvörður, KR Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir, miðherji, Snæfell Ína María Einarsdóttir, bakvörður, Njarðvík Rannveig Ólafsdóttir, bakvörður, Haukar Sara Mjöll Magnúsdottir, framherji, Snæfell Telma Lind Ásgeirsdóttir, bakvörður, Keflavík Níu þessara leikmanna léku með U16 liðinu á NM í Solna í byrjun maí en þeir þrír leikmenn sem bætast í hóp að þessu sinni eru Bergdís Ragnarsdóttir frá Fjölni - en hún er þar með fyrsti kvenmaður sem valin er í landslið hjá KKÍ frá Ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi, Heiða Björg Valdimarsdóttir frá Njarðvík sem einnig mun leika sína fyrstu landsleiki og Sara Mjöll Magnúsdóttir úr Snæfell en Sara Mjöll lék með U16 kvenna síðasta vor.