1 jún. 2008Íslenska U15 ára landsliðið, skipað drengjum fæddum 1993 og síðar, tekur þátt í Copenhagen invitational 2008 um næstu helgi. Mótið er alþjóðlegt mót sem var sett á laggirnar í fyrra en keppt er í U14 og U15 drengja. Íslenski hópurinn hafði verið í úrtöku sl haust og svo aftur um síðustu jól en 16 manna hópur var svo valinn til að taka þátt í þessu verkefni. Liðið hefur æft stíft í maí og liðið lék æfingaleiki við KR og Njarðvík á síðustu dögum en þau lið tefldu fram blönduðu liði drengja fæddir 1989 til 1992. Hópurinn heldur svo út á fimmtudagsmorgun og mun liðið æfa seinni partinn á fimmtudag en mótið sjálft hefst á föstudaginn. Íslenska liðið mætir fyrst Wroclawski Klub Koszykowki frá Póllandi kl 10.45 að staðartíma (8.45 heima). Síðari leikurinn á föstudag er gegn Berliner BV kl 18.30 að staðartíma. Íslenska liðið líkur svo leik í riðlinum í leik gegn Danska landsliðinu kl 9 á laugardagsmorgun. Eftir riðlakeppnina er svo krossspil seinni part á laugardag og svo er leikið um sæti á sunnudag. Hinn riðillinn er einnig með tvö landslið; Svíðþjóð og England og þá eru einnig tvö úrvalslið; Basketballshop All-Stars Oslo frá Noregi og Niedersächsischer BV frá Þýskalandi. Íslenski hópurinn: Alexander Jarl Þorsteinsson, ÍBV, framherji, fæddur 1993 Andri Þór Skúlason, Keflavík, miðherji, fæddur 1993 Anton Örn Sandholt, Breiðablik, framherji, fæddur 1993 Aron Ingi Valtýsson, Keflavík, bakvörður, fæddur 1993 Ágúst Orrason, Breiðablik, bakvörður, fæddur 1993 Emil Karel Einarsson, Þór Þorlákshöfn, framherji, fæddur 1994 Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik, bakvörður, fæddur 1993 Kristófer Ednuson, KR, framherji, fæddur 1993 Maciej Stanislav Baginski, Njarðvík, framherji, fæddur 1995 Matthías Orri Sigurðarson, KR, bakvörður, 1994 Oddur Birnir Pétursson, Njarðvík, bakvörður, fæddur 1993 Sigtryggur Arnar Björnsson, Kanada, bakvörður, fæddur 1993 Snorri Hrafnkelsson, Breiðablik, miðherji, fæddur 1993 Valur Orri Valsson, Skallagrímur, bakvörður, fæddur 1994 Þorsteinn Ragnarsson, Þór Þorlákshöfn, bakvörður, fæddur 1993 Ægir Hreinn Bjarnason, Breiðablik, bakvörður, fæddur 1993 Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson Fararstjóri hópsins er Ragnar Matthías Sigurðsson, úr unglingalandsliðsnefnd KKÍ. Einn íslenskur dómari dæmir á mótinu en það er Jón Guðmundsson. Þeir Ingi Rúnar Kristinsson og Ægir Hreinn Bjarnason hafa átt við meiðsli að stríða síðustu daga en þeir verða vonandi klárir í slaginn þegar mótið hefst á föstudag. [v+]http://www.cph-invitational.dk/[v-]Heimasíða mótsins[slod-]