24 maí 2008Reykjavíkurborg (ÍBR/ÍTR) mun senda hóp af ungu íþróttafólki til Kaupmannahafnar til að taka þátt í íþróttakeppni á milli vinabæja Reykjavíkur á Norðurlöndunum og verður keppt í strákafótbolta, frjálsum og körfuknattleik stúlkna. Sú góðkunna körfuknattleikskona Hanna Kjartansdóttir heldur utan um körfuknattleiksliðið. Hanna hefur komið víða við á ferlinum og leikið m.a. með Haukum, Keflavík, Breiðablik, KR, ÍS og Val. Auk þess hefur hún leikið í Danmörku og Bandaríkjunum. Auk þess mun Elínborg Guðnadóttir vera með í för og aðstoða liðið. Hægt er að lesa nánar um málið á [v+]http://www.karfan.is[v-]karfan.is[slod-]