23 maí 2008Úrslitakeppnin á Ítalíu er á fullu þessa dagana. Undanúrslitin hófust í gær þegar Siena sigraði lið AJ Milano [v+]http://195.56.77.208/game/?id=63278[v-]75-71[slod-]. Fyrsti leikurinn í viðureign Lottomatica Roma og Avellino verður svo í kvöld. Montepaschi Siena eru urðu meistarar í fyrra og urðu deildarmeistarar í vetur. Það eru því margir sem hafa trú á því að þeir endurtaki leikinn í vor. Lottomatica Roma urðu í öðru sæti deildarinnar í vetur og léku vel í Meistaradeildinni. Það eru því bundar mikla vonir við þá á meðal stuðningsmanna liðsins. Jón Arnór Stefánsson hefur verið að leika stórt hlutverk fyrir Roma í vetur og margir telja að frammistaða hans muni skipta sköpum fyrir liðið. Eins og áður sagði þá verður fyrsti leikur liðanna í kvöld en það lið sem fyrr sigrar 3 leiki kemst í lokaúrslitin.