3 maí 2008Íslensku liðin fjögur hafa öll lokið leik í dag, en úrslitin voru engan vegin nógu hagstæð. 18 ára lið kvenna tapaði gegn Finnlandi í hörkuleik, 63-76. Það er góð umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=6413&Itemid=1[v-]karfan.is[slod-]. Stúlkurnar hafa lokið leik á Norðurlandamótinu í ár. 16 ára lið kvenna tapaði gegn Danmörku 41-61. Það er góð umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=6411&Itemid=1[v-]karfan.is[slod-] . Stúlkurnar mæta Dönum í bronsleik á morgun kl. 08:15 að íslenskum tíma. 18 ára lið drengja tapaði gegn Noregi 67-84. Það er góð umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=6412&Itemid=1[v-]karfan.is[slod-]. Strákarnir mæta Svíum á morgun í leik um bronsið kl. 11:45 að íslenskum tíma. 16 ára lið drengja tapaði gegn Finnlandi 62-74. [v+]http://www.karfan.is/[v-]Karfan.is[slod-] var á staðnum og verður með ítarlega úttekt á leiknum. Strákarnir mæta Svíum í úrslitaleik á morgun kl. 09:15 að íslenskum tíma. Stefnt er að því að sýna leikinn beint á vefsjónvarpi karfan.is.