2 maí 2008Undanúrslit [v+]http://www.euroleague.net/[v-]Evrópudeildarinnar[slod-] í körfuknattleik fóru fram í dag. Stórveldin CSKA Moskva og Maccabi Tel Aviv tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Ísraelsku meistararnir, Maccabi Tel Aviv sigruðu Montepaschi Siena sem eru ítalskir meistarar [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame/report?gamecode=228[v-]85-92[slod-]. Maccabi áttu magnaða endurkomu í leiknum en þeir náðu að sigra þrátt fyrir að hafa lent 18 stigum undir í 2. leikhluta. Meistarar síðasta árs, CSKA Moskva, sigruðu spænska liðið Tau Ceramica [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame/report?gamecode=229[v-]79-83[slod-] og munu þeir þar með leika í úrslitaleiknum þriðja árið í röð. Rússneska stórveldið á þar með möguleika á að vinna sinn sjötta Evrópudeildartitil. Úrslitaleikurinn verður í Madrid á Spáni á sunnudag og það er ljóst að það verður sannkallaður risaslagur þegar þessi tvö stórlið mætast. Úrslitahelgin í Evrópudeildinni er einn af stærstu körfuboltaviðburðum hvers árs en fólk streymir að úr öllum áttum til að fylgjast með úrslitunum.