1 maí 200818 ára landslið drengja tapaði gegn Finnum í gærkvöldi 82-69. Finnar náðu strax forystunni í leiknum og íslensku strákarnir voru alltaf að elta. Finnar léku mjög fast og áttu íslensku strákarnir í miklum vandræðum með að leika sinn leik og létu auk þess hörkuna í Finnum fara í taugarnar á sér. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 11-15 Finnum í vil og 22-35 í hálfleik. Íslensku strákarnir reyndu hvað þeir gátu að brúa bilið, en þrátt fyrir góðan vilja, þá reyndust Finnar of sterkir að þessu sinni. Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig og tók auk þess 9 fráköst. Sigfús Árnason skoraði 10 stig (6 fráköst), Víkingur Sindri Ólafsson 10 (4 fráköst), Haukur Óskarsson 9 (3 stolnir), Tómas Tómasson 6, Ólafur Ólafsson 5, Þorgrímur Björnsson 5, Guðmundur Gunnarsson 4, Ægir Steinarsson 4 og Snorri Páll Sigurðsson 1 (3 stolnir).