19 apr. 2008Í dag var leikið í undanúrslitum Íslandsmótsins í 10. flokki karla og kvenna. Stelpurnar í Njarðvík tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Keflavík [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz01Jm9fbGVhZz01JmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTYy[v-]70-64[slod-] eftir framlengdan leik. Leikurinn var sveiflukenndur til að byrja með en síðustu mínúturnar voru hnífjafnar og tryggðu Njarðvíkingar sér sigur með góðum leik í framlengingu. Haukastúlkur léku gegn Snæfell og var þessi leikur jafn og spennnandi þó svo að Haukar hafi leitt meira og minna allan leikinn. Lokatölur [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz01Jm9fbGVhZz01JmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTYz[v-]56-50[slod-] og ljóst að úrslitaleikurinn sem fer fram sunnudaginn 20. apríl klukkan 10:00 verður á milli Njarðvíkur og Hauka. Hjá 10. flokk drengja léku fyrst Fjölnir og Hamar/Þór Þorlákshöfn en framan af var leikurinn jafn og spennandi, Hamar/Þór Þorlákshöfn voru að leika vel en Fjölnisstrákarnir voru sterkari í lokin og lönduðu sigri [v+]http://lb1.mbt.lt/prod/kki/netcasting/?game_number=75[v-]66-49[slod-]. Síðari leikurinn var á milli Njarðvíkinga og Breiðabliks B. Hittni beggja liða var ekki góð en Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn þar sem þeir byrjuðu leikinn 11-0. Lokatölur [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz04Jm9fbGVhZz04JmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTc2[v-]30-39[slod-] þar sem Styrmir Gauti Fjelsted tók 26 fráköst. Það verða því Fjölnir og Njarðvík sem mætast í úrslitaleiknum klukkan 12:00 í DHL-Höllinni. Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikina en þeir verða sendir út í lifandi tölfræði og einnig mun KRTV sýna leikina í beinni útsendingu. Unglingaráð vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu að umgjörð undanúrslitanna kærlega fyrir þeirra aðstoð. Frétt og mynd tekin af [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=304638[v-]heimasíðu KR[slod-].