18 apr. 2008Í gærkvöldi hófust úrslit yngri flokka í DHL-Höllinni. Leikið var í Drengjaflokki og það voru Keflavík og KR sem unnu leiki sína og komust í úrslit. Keflavík mætti Breiðablik í fyrri leik kvöldsins. Leikurinn var hnífjafn og það þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og tryggðu sér sigur [v+]http://lb1.mbt.lt/prod/kki/netcasting//index.php?game_number=80µsite_scope=undefined[v-]91-89[slod-]. Í seinni leiknum mættust FSu og KR. KR-ingar náðu forystu í 4. leikhluta og náðu að klára leikinn með því að nýta vítin sín í lokin. Lokatölur urðu [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz00Jm9fbGVhZz00JmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTgx[v-]78-81[slod-] fyrir KR. [v+]http://kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=304623[v-]Umfjöllun um leikina á heimasíðu KR[slod-]. Keppni heldur áfram í dag en keppt verður í 10. flokki karla og kvenna. 10. flokkur kvenna 10:00 Njarðvík - Keflavík 11:30 Haukar - Snæfell 10. flokkur karla 13:00 Fjölnir - Hamar/Þór Þ. 14:30 Breiðablik - Njarðvík