15 apr. 2008Eins og síðustu ár verða teknar myndir af öllu landsliðsfólki áður en farið er út á Norðurlandamótið. Ákveðið hefur verið að leggja meiri vinnu í myndatökurnar en áður, og verða allir leikmenn því boðaðir á sama stað í myndatöku og reynt verður að ná sama yfirbragði á öllum myndum. Myndatakan sjálf fer fram í DHL höll þeirra KR-inga næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 19. apríl milli kl. 10:30 og 13:30 og sunnudaginn 20. apríl milli kl. 10:00 og 15:00. Það er mjög gott ef leikmenn geta látið vita með [p+]snorriorn@gmail.com[p-]tölvupósti[slod-] hvenær þið hyggist mæta, þá er auðveldara að skipuleggja myndatökuna. Landsliðsbúningarnir verða á staðnum, væntanlega bæði hvítu og bláu búningarnir.