12 apr. 2008Grindavík minnkaði muninn í einvíginu við Snæfell þegar liðið sigraði þriðja leik liðanna í dag [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yJm9fbGVhZz0yJmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTU0[v-]90-71[slod-] í Röstinni. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks í dag og náðu forystunni strax í byrjun. Grindvíkingar leiddu allan leikinn og það var ljóst að leikmenn liðsins vildu ekki fara í sumarfrí alveg strax. Þorleifur Ólafsson var stigahæstur með 20 stig fyrir Grindavík en það voru alls 6 leikmenn Grindavíkur sem skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. Hjá Snæfelli var Justin Shouse stigahæstur með 16 stig. Fjórða viðureign liðanna verður í Stykkishólmi á mánudag.