11 apr. 2008Keflavík og ÍR mættust í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Keflavík vann stórsigur á ÍR [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002900_6_1[v-]106-73[slod-] og minnkuðu þar með muninn í einvíginu í 2-1. Keflvíkingar mættu mjög grimmir til leiks og spiluðu mjög stífa vörn á ÍR-inga sem virtust ekki vera viðbúnir hörku Keflavíkur. Keflvíkingar hittu mun betur en í fyrri leikjum og virtust hafa endurheimt sjálfstraustið. B.A. Walker skoraði 23 stig og Tommy Johnson skoraði 22 stig fyrir Keflavík en einnig voru Jón Nordal og Magnús Þór Gunnarsson atkvæðamiklir í liði Keflavíkur. Næsti leikur í einvíginu verður á sunnudag klukkan 17:00. Það má búast við troðfullu húsi í Seljaskóla en gríðarleg stemmning hefur verið á leikjum liðanna.