9 apr. 2008Eins og þyrstir áhugamenn hafa tekið eftir sem ætluðu að fylgjast með leiknum fyrr í kvöld beint á netinu þá datt sambandið út eftir fyrsta leikhluta. Tölfræðikerfið fraus ekki enda er það í topplagi og hefur margsannað sig. Vandamálið er að tölvutengingin í Seljaskóla er ekki nógu góð og þráðlausa netið sem sett var upp fyrir leikinn datt út. Vonandi verður komið alvöru netsamband í Seljaskóla fyrir næsta leik. En einnig má benda á það að þetta er enn í þróun hjá okkur þar sem bæði búnaður í húsunum hér á landi og almenn þekking á kerfinu er ekki 100% hjá öllum liðum en markmiðið er að fyrir upphaf keppnistímabilsins 2008-2009 verði þetta komið í toppstand alls staðar. Með von um þolinmæði.