6 apr. 2008Í dag fara fram úrslitaleikir í 2.deild karla A og B liða. Í Kennaraháskólanum fór fram fram úrslitaleikir í 2.deild karla B-lið þar sem Grindavík og Valur mættust. Valur vann eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktíma stóð 100:100 en Valsmenn höfðu betur í framlengingunni 107:104 Á Selfossi er hins vegar úrslitaleikir í 2.deild karla á milli Hrunamanna og Laugdælinga. Þar er mikil stemning og á milli 4-500 áhorfendur. Hrunamenn unnu leikinn 83:77 og eru sigurvegarar í 2.deild. Bæði Laugdælir og Hrunamenn hafa þegar tryggt sér sæti í 1.deild á næstu leiktíð.