6 apr. 2008Undanúrslitaleikirnir í háskólakörfuboltanum fóru fram sl. nótt þar sem Memphis og Kansas unnu sína leiki og mætast í úrslitaleik á mánudagskvöld. Memphis vann UCLA nokkuð örugglega [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/boxscore?gameId=284000062[v-]78:63[slod-] þar sem Chris Douglas-Roberts var frábær í liði Memphis. Í hinum leiknum þar sem flestir bjuggust við jöfnum leik á milli North Carolina og Kansas vann Kansas nokkuð auðveldlega [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/boxscore?gameId=284000031[v-]84:66[slod-]. Kansas lék frábærlega í upphafi leiks og lék North Carolina grátt. Á einum tímapunkti í fyrri hálfleik var staðan 40:12. North Carolina náði að minnka muninn í 54:50 en þá tók Kansas annan kipp og seig fram úr og vann loks öruggan sigur. Það verða því Memphis og Kansas sem leika til úrslita á mánudagskvöld og má búast við skemmtilegum leik ef eitthvað er að marka þessi leiki en bæði lið vilja keyra upp hraðann og hafa innanborðs mikla íþróttamenn.