3 apr. 2008Nú er leikjum kvöldsins lokið í Iceland Express deild karla. ÍR og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. ÍR sló út Íslandsmeistara KR í DHL-Höllinni í kvöld. ÍR átti frumkvæðið í leiknum, náði góðu forskoti og hélt því allan leikinn. Lokatölur voru [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yJm9fbGVhZz0yJmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTQ4[v-]74-93[slod-]. Hreggviður Magnússon var funheitur í liði ÍR og skoraði 29 stig í leiknum. Grindvíkingar byrjuðu einnig vel gegn Skallagrím. Þeir leiddu 29-15 eftir fyrsta leikhluta og héldu svo forystunni það sem eftir var af leiknum og tryggðu sér sigur [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yJm9fbGVhZz0yJmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTQ3[v-]93-78[slod-]. Þorleifur Ólafsson kveikti í netmöskvunum í kvöld en hann skoraði 30 stig í leiknum. Það er því ljóst að Keflavík mun mæta ÍR í undanúrslitum og Grindavík mun leika gegn Snæfelli. Leikur Keflavíkur og ÍR verður á sunnudag í Toyotahöllinni í Keflavík en Grindavík og Snæfell munu mætast á mánudag í Grindavík.